07.10.2024
HM stúlkna fór fram í Kanada í síðustu viku og var keppnisfyrirkomulagið er höggleikur þar sem leiknar voru 72 holur, 18 holur á dag. Tvö bestu skorin í hverri umferð töldu í liðakeppninni en einnig er keppt í einstaklingskeppni. Þetta er í annað sinn sem Íslands fær boð um að taka þátt á þessu móti.
Lið Íslands var þannig skipað: Auður Bergrún Snorradóttir & Eva Kristinsdóttir, GM, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR. Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri GSÍ, var með liðinu sem þjálfari og Baldur Gunnarsson var sjúkraþjálfari liðsins.
Í einstaklingskeppninni var Perla best úr íslenska liðinu en hún endaði jöfn í 26. sæti á +9 (73-76-74-74). Eva Kristinsdóttir fór mjög vel af stað fyrstu tvo hringina en gaf eftir síðari tvo en endaði í 53. sæti á +18 (72-73-82-79). Auður Bergrún Snorradóttir endaði jöfn í 66. sæti en hún var á +29 (81-77-78-81).
Í liðakeppninni endaði Ísland í 19. sæti á +23 og er það besti árangur liðsins í þessari keppni. Lið Suður-Kóreu sigraði mótið á -19 en þeir sigruðu heimamenn sem enduðu á sama skori í mótinu (þriðja skorið gildir þegar jafnt er).
Lokastaðan í einstaklingskeppninni má finna hér
Lokastaðan í liðakeppninni má finna hér
Við óskum liðinu og okkar kylfingum til hamingju með flottan árangur.