Mosfellsbær, Ísland

Íslandsmótið í holukeppni

20.06.2022
Íslandsmótið í holukeppni

Í gær kláraðist Íslandsmótið í holukeppni á Hlíðavelli.

Áttum við í GM fjölmarga keppendur og stóðu þau sig virkilega vel.

Pamela Ósk Hjaltadóttir spilaði til úrslita við Sögu Traustadóttir úr GKG og úr varð hörkuleikur sem Saga vann á 17 holu. Pamela er fædd 2008 og á framtíðina fyrir sér í golfinu og erum við virkilega stolt af henni og hennar árangri í mótinu.

Það var svo reynsluboltinn okkar hann Kristján Þór Einarsson sem endaði í þriðja sæti í mótinu. Kristján tapaði á 18. holu í undanúrslitum og lék því um þriðja sætið. Þar setti okkar maður í fluggír og vann sinn leik á 12. holu þar sem hann gerði sér lítið fyrir og náði í örn, þessar 12 holur spilaði hann 5 undir pari. Óskum við honum til hamingju með árangurinn.

Í meðfylgjandi frétt frá golf.is má sjá allar upplýsingar um mótið ásamt viðtölum við þau Sögu og Sigurð Bjarka Blumenstein frá GR sem varð Íslandsmeistari í karlaflokki.

Frétt frá Golf.is

Að lokum viljum við svo óska þeim Sigurði og Sögu innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitlana :)