Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Hlíðavöllur opnar - reglur um bókun á rástímum

30.04.2021
Hlíðavöllur opnar - reglur um bókun á rástímum

Hlíðavöllur opnar formlega á morgun laugardaginn 1. maí og hefur nú þegar verið opnað fyrir skráningar í golfboxinu.

Fyrstu vikuna verður völlurinn eingöngu fyrir félagsmenn í GM og geta aðrir því ekki bókað sig á völlinn.

Bókunarreglur sumarsins verða þannig að GM félagar geta bókað sig allt að fjóra daga fram í tímann og haft á þessum fjórum dögum þrjár virkar bókanir. Gestir geta bókað sig tvo daga fram í tímann. Hér má sjá reglur félagsins um leik á okkar völlum.

Þær reglur sem eru í gildi eru eftirfarandi:

  • Staðfesta þarf rástíma í appi eða golfverslun þegar mætt er til leiks
  • Sé bókaður rástími EKKI staðfestur í eitt skipti fær félagsmaður viðvörun
  • Sé bókaður rástími EKKI staðfestur í tvö skipti verður félagsmaður settur í vikubann frá bókun rástíma á viðkomandi völl
  • Virðum rástíma hvors annars og mætum til leiks

Aukið eftirlit verður hjá starfsfólki með bókun og mætingu í rástíma og munum við einnig aðstoða félagsmenn við staðfestingar í Golfbox þegar mætt er til leiks. Í Golfbox appinu geta félagsmenn skráð sig í rástíma og mót, afskráð rástíma, skráð forgjafarhringi, búið til golfvini, skráð tölfræðina þína og margt fleira.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér spurt og svarað um GolfBox https://www.golf.is/golfbox/

Heiðarleiki – jákvæðni – agi
Golfsamband Íslands bendir kylfingum á að því fylgir ábyrgð að taka frá og skrá sig á rástíma. Kylfingar þurfa að standa við skuldbindingar sínar gagnvart sínum golfklúbbi, meðspilurum og öðrum kylfingum. Láttu vita tímanlega að þú sért mætt/ur og kynntu þér frest til afskráningar ef eitthvað óvænt kemur upp á. Sjá nánar hér

Gleðilegt golfsumar :)