Hjalti Pálmason, landsliðskylfingur úr GM er Íslandsmeistari í höggleik 50+ 2024 eftir frábæra þrjá hringi á Leirdalsvelli síðustu helgi.
Fimm karlar og þrjár konur kepptu fyrir hönd GM í Íslandsmóti eldri kylfinga í höggleik sem fram fór í GKG um helgina en keppt var í flokkum 50+ og 65+. Leiknir voru 3 hringir en niðurskurður var fyrir lokahringinn.
Mikil spenna var í karlaflokki +50 ára. Þar sigraði Hjalti með einu höggi en þetta er fyrsti sigur hans í þessum flokki. Jón Karlsson, GR sem hafði titil að verja var einu höggi á fetir og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, Úlfar Jónsson, GKG, varð þriðji. Hjalti lék hringina þrjá á 4 höggum yfir pari alls eða 74-72-71 höggi en hann setti í frábæran fugl á 17. holunni og tester fyrir pari á lokaholunni til að vera einu höggi betur en Jón sem endaði annar.
Haraldur Haraldsson úr GM endaði í 39. sæti í flokki 50+ karla, Tómas Sigurðsson, Kári Tryggvason og Björn Maríus Jónasson GM-ingar náðu ekki niðurskurðinum.
Jón Karlsson, Hjalti Pálmason & Úlfar Jónsson
Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG, sigraði í +50 ára floki kvenna eftir mikla keppni við Þórdísi Geirsdóttur, GK.
Írunn Ketilsdóttir úr GM endaði í 17. sæti í flokki 50+ kvenna, Auður Ósk Þórisdóttir og Ásta Pálsdóttir GM-ingar náðu ekki niðurskurðinum í ár.
Íslandsmeistarar eldri kylfinga 2024
Guðrún Garðars, GR sigraði í kvennaflokki +65 ára í spennandi keppni en Elísabet Böðvarsdóttir, GKG, var höggi á eftir Guðrúnu.
Hannes Eyvindsson; GR, sigraði í karlaflokki +65 ára en hann var tveimru höggum betri en Sæmundur Pálsson úr GR.
Við óskum Hjalta innilega til hamingju með sigurinn!
Frétt golf.is:
https://www.golf.is/islandsmot-eldri-kylfinga-2024-urslit/