Mosfellsbær, Ísland

HAUSTMÓT GM OG PRÓSJOPPUNNAR - ÚRSLIT

04.10.2020
HAUSTMÓT GM OG PRÓSJOPPUNNAR - ÚRSLIT

Haustmót GM og Prósjoppunnar fór fram í dag á Hlíðavelli við góðar aðstæður. Mótið var hugsað fyrir bestu kylfinga landsins til lengingar á keppnistímabilinu.

Leikfyrirkomulag var höggleikur án forgjafar og sáust stórkostleg tilþrif á vellinum. Veitt voru verðlaun fyrir efstu 5 sætin í mótinu en úrslit urðu með eftirfarandi hætti.

1. sæti - Dagbjartur Sigurbrandsson 66 högg
2. - 5. sæti - Elvar Már Kristinsson 69 högg
2. - 5. sæti - Tómas Eiríksson Hjaltested 69 högg
2. - 5. sæti - Aron Snær Júlíusson 69 högg
2. - 5. sæti - Kristófer Karl Karlsson 69 högg

Öll úrslit mótsins má finna á eftirfarandi tengli: https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/2657940/leaderboard

Næstur holu á 18. braut
Ísleifur Arnórsson 1,98 m

Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og Prjósjoppunni fyrir samstarfið. Verðlaunahafar geta nálgast gjafabréf sín í Prjósjoppunni frá hádegi á þriðjudeginum, 6. október.