Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Blikastaðakró hafa ákveðið að slíta samstarfi um veitingarekstur á völlum GM.

05.09.2022
Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Blikastaðakró hafa ákveðið að slíta samstarfi um veitingarekstur á völlum GM.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Blikastaðakró, sem hefur verið með veitingareksturinn á okkar völlum síðastliðið ár hafa komist að samkomulagi um að slíta samstarfi.

Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um það hvenær nýr rekstraraðili kemur inn en við stefnum á að tilkynna það á allra næstu dögum/vikum. Blikastaðakró mun sjá um reksturinn þar til nýr aðili tekur við og allar pantanir/veislur haldast að sjálfsögðu óbreyttar.

Við þökkum þeim Ólafi og Einari fyrir samstarfið og óskum þeim velfarnaðar í því sem þeir taka sér fyrir hendur.