Mosfellsbær, Ísland

GM KYLFINGAR KEPPTU Í BANDARÍKJUNUM

17.03.2021
GM KYLFINGAR KEPPTU Í BANDARÍKJUNUM

GM kylfingarnir Arna Rún, Björn Óskar og Sverrir Haraldsson, voru í eldlínunni núna um helgina en þau kepptu öll í bandaríska háskólagolfinu.

Arna Rún lék með Grand Valley State í Emerald Coast Classic mótinu í Flórída. Arna lék hringina 3 á 33 höggum yfir pari (84-83-79) og hafnaði í 59. sæti í einstaklingskeppninni. Skólinn hennar Örnu hafnaði í 9. sæti af 16 skólum.

Úrslit mótsins

Björn Óskar lék á heimavelli í Louisiana Classic mótinu. Björn hafnaði í 28. sæti í einstaklingskeppninni á 3 höggum yfir pari (73-74-72). Skólinn hans Björn hafnaði í 2. sæti af 14 skólum.

Úrslit mótsins

Sverrir Haraldsson lék á Myrtle Beach í mótinu Bash at the Beach. Sverrir hafnaði í 12. sæti í einstaklingskeppninni á 1 höggi yfir pari (74-74-72). Skólinn hans Sverris háði harða baráttu um sigur í mótinu en hafnaði að lokum í 3. sæti.

Úrslit mótsins

Bæði Arna Rún og Sverrir mæta aftur til leiks að viku liðinni en næsta mót hjá Birni er eftir 2 vikur.

Óskum okkar kylfingum góðs gengis og sendum góða strauma!