Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Innheimta félagsgjalda 2021

23.11.2020
Innheimta félagsgjalda 2021

Á aðalfundi GM sem fram fór þann 19. nóvember síðastliðinn voru félagsgjöld ársins 2021 ákvörðuð og eru eftirfarandi:

  • Full leikheimild 27-66 ára: 122.900 kr
  • Hálf leikheimild 27-66 ára: 87.500 kr
  • Full leikheimild 67+: 92.600 kr
  • Hálf leikheimild 67+: 66.900 kr
  • Ungmenni 12 ára og yngri: 22.500 kr
  • Ungmenni 13-18 ára: 28.500 kr
  • Ungmenni 19-26 ára: 61.900 kr

Ótakmarkaður aðgangur að æfingaboltum á æfingasvæði GM við Hlíðavöll fylgir með félagsaðildinni.

Einnig minnum við á fjölskyldugjaldið okkar, þar sem foreldar sem eru báðir meðlimir í GM sem og einstæðir foreldrar í klúbbnum greiða ekki félagsgjöld fyrir sín börn sem eru 18 ára og yngri.

Allir GM félagar hafa fullan aðgang að æfingaaðstöðunni okkar á neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar okkar. Þar er aðstaða til þess að pútta, vippa, slá í net sem og tveir golfhermar af fullkomnustu gerð. Þessi aðstað er eingöngu í opin okkar félagsmönnum. Við erum einnig með borðtennisborð og poolborð á neðri hæðinni auk þess sem verið að er koma upp sjónvörpum á neðri hæðinni þar sem hægt verður að horfa á golfið og fótboltann sem og aðrar íþróttir. Er það okkar von að félagsmenn eigi eftir að nýta sér þessa aðstöðu vel og skapa hér virkilega skemmtilega og góða stemmningu.


Greiðsla félagsgjalda í gegnum Nóra

Greiðsla félagsgjalda árið 2021 fer fram í gegnum Nóra líkt og áður. Félagsmenn skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á slóðinni golfmos.felog.is og ganga frá greiðslu félagsgjalds fyrir árið 2021. Bæði er hægt að greiða með greiðslukorti eða fá kröfur í heimabanka. Öll greiðsla félagsgjalda er rafræn og ganga félagsmenn sjálfir frá greiðslu í gegnum vefinn.

Greiðsluleiðir

  • Millifærsla á reikning 0116-26-0329, kt: 650581-0329. Senda kvittun á golfmos@golfmos.is
  • Allt að 10 skipti á greiðslukort
  • Allt að 10 kröfur í heimabanka (Kröfurnar birtast með nafni Greiðslumiðlunar í heimabanka)

Hafi engar ráðstafanir verið gerðar af hálfu félagsmanna fyrir 30. nóvember næstkomandi munu félagsgjöld verða innheimt með 4 greiðsluseðlum. Þurfi að gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi eftir þann tíma þarf að hafa samband við skrifstofu og er þá innheimt breytingargjald kr. 990.

Hér fyrir neðan má finna myndband sem fer yfir ferlið, skref fyrir skref.

Vakni einhverjar spurningar varðandi félagsgjöld eða greiðslu þeirra er félagsmönnum bent á að hafa samband við skrifstofu GM í síma 566-6999 eða með því að senda tövlupóst á golfmos@golfmos.is. Skrifstofan er opin alla virka daga á milli klukkan 08:00 og 16:00.

Smelltu hér til að ganga frá greiðslu félagsgjalda 2021