Mosfellsbær, Ísland

FRÁBÆRT MÓT HJÁ ÖRNU RÚN

13.04.2021
FRÁBÆRT MÓT HJÁ ÖRNU RÚN

Arna Rún Kristjánsdóttir lauk leik í gær á Cav Classic mótinu sem fór fram á Glenmoor Country Club í Ohio. Arna lék frábært golf í mótinu en hún lék hringina tvo á 1 höggi yfir pari (72-73). Arna fékk 8 fugla á hringjunum tveimur og er þetta hennar besta frammistaða í háskólagolfinu til þessa.

Skólinn hennar Örnu, Grand Valley State, sigraði mótið með tveimur höggum en Arna lék á besta skori síns liðs.

Óskum Örnu innilega til hamingju með frábæra frammistöðu!