Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Eva og Sara María Íslandsmeistarar unglinga í holukeppni

27.08.2024
Eva og Sara María Íslandsmeistarar unglinga í holukeppni

Íslandsmótið í holukeppni unglinga fór fram í Sandgerði 24. - 26. ágúst í fínum aðstæðum.

Í flokki 17-18 ára stúlkna átti Golfklúbbur Mosfellsbæjar fulltrúa í efstu þremur sætunum en Eva Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari eftir sigur á Auði Bergrúnu Snorradóttur í úrslitum. Heiða Rakel Rafnsdóttir varð í þriðja sæti.


Frá vinstri: Auður, Eva, Heiða

Í flokki 13-14 ára stúlkna vann Sara María Guðmundsdóttir en hún vann einnig Íslandsmótið í höggleik helginni áður.


Sara María með bikarinn

Í flokki 12 ára og yngri stúlkna var Eiríka Malaika Stefánsdóttir í öðru sæti eftir spennandi úrslitaleik sem fór þrjár holur í bráðabana upp á titilinn.


Eiríka lengst til hægri

Í flokki 12 ára og yngri drengja var Óskar Jóhann Sigurðsson í þriðja sæti.


Óskar Jóhann til vinstri

Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju!