Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Eva og Pamela sigurvegarar í unglingamóti Keilis

08.08.2024
Eva og Pamela sigurvegarar í unglingamóti Keilis

Eva Kristinsdóttir og Pamela Ósk Hjaltadóttir sigruðu á unglingamóti Keilis sem fór fram í síðustu viku.

Leiknar voru 36 holur en lokaumferðin var felld niður vegna veðurs.

Eva Kristinsdóttir var best í flokki U18 en hún lék hringina á 71-70 eða 3 höggum undir pari. Auður Bergrún Snorradóttir var önnur en hún setti vallarmet fyrsta daginn. Hún lék hringina á 1 höggi undir pari eða 68-75. Í þriðja sæti í heildarkeppninni var Pamela Ósk Hjaltadóttir á 2 höggum yfir pari eða 72-74 höggum. Hún leikur í flokki U16 og var sigurvegari í þeim flokki.

Birna Rut Snorradóttir var í 5. sæti á +7 eða 74-77 höggum og Heiða Rakel Rafnsdóttir í 6. sæti á +9 eða 78-75 höggum.

Í drengjaflokki var Hjalti Kristján Hjaltason í 5. sæti í flokki U18 og 3. sæti í U16 en sjálfur er Hjalti 14 ára gamall. Hann lék hringina á 74-72 eða 2 höggum yfir pari.

Við óskum okkar kylfingum til hamingju með flottan árangur!

Hér má finna lokastöðuna í mótinu