Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Eva í þriðja sæti í Íslandsmótinu í holukeppni

18.06.2024
Eva í þriðja sæti í Íslandsmótinu í holukeppni

Eva Kristinsdóttir, landsliðskylfingur úr GM, lék frábærlega í Íslandsmótinu í holukeppni um helgina og endaði í þriðja sæti.

Íslandsmótið í holukeppni 2024 í holukeppni fór fram dagana 14.-16. júní á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Í fyrri hluta Íslandsmótsins í holukeppni, sem fram fór föstudaginn 14. júní var leikinn 36 holu höggleikur án forgjafar, þar sem sextán efstu keppendurnir komust áfram í útsláttarkeppni. Að höggleik loknum voru leiknar fjórar umferðir í holukeppni.

Alls tóku 13 kylfingar úr GM þátt í mótinu, flest allra klúbba.

Höggleikurinn gekk vel og voru 8 af þeim 16 sem komust í gegn í holukeppnina úr GM:

T1 Heiða Rakel Rafnsdóttir 73-73 (+4)
T4 Sara Kristinsdóttir 77-71 (+6)
T4 Kristín Sól Guðmundsdóttir 77-71 (+6)
T4 Birna Rut Snorradóttir 74-74 (+6)
7. Eva Kristinsdóttir 80-69 (+7)
T8 Berglind Erla Baldursdóttir 74-76 (+8)
T12 Pamela Ósk Hjaltadóttir 76-76 (+10)
T14 Katrín Sól Davíðsdóttir 79-74 (+11)

Laugardags morguninn var erfiður fyrir GM en systurnar Eva og Sara unnu sína leiki á móti Berglindi og Pamelu en duttu aðrir kylfingar GM úr keppni. Sara datt út í 8 manna úrslitum á móti Fjólu úr GS en Eva vann sinn leik á móti Heiðrúnu úr GOS. Eva tapaði svo leik á móti Íslandsmeistaranum Önnu Júlíu úr GKG en leikurinn var spennandi og fór á lokaholu. Eva Kristinsdóttir, GM, sigraði Þóru Sigríði Sveinsdóttur, GS, 3&2 í leiknum um þriðja sætið.
Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG, er Íslandsmeistari í holukeppni kvenna 2024 – en hún sigraði Fjólu Margréti Viðarsdóttur, GS 6&5 í úrslitaleiknum.

Frétt GSÍ má finna hér