Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Berglind, Kristján & Arnór Daði í verðlaunasætum á Nesinu

28.05.2024
Berglind, Kristján & Arnór Daði í verðlaunasætum á Nesinu

Berglind Erla Baldursdóttir, Kristján Þór Einarsson og Arnór Daði Rafnsson hlutu peningaverðlaun í öðru vormóti sumarsins sem haldið var í Nesklúbbnum í krefjandi aðstæðum þar sem rok spilað inn í skor kylfinga.

Fyrir sigur í vormótunum eru 140.000 kr en efstu 25% í hvorum flokki hljóta peningaverðlaun.

Úrslit í kvennaflokki:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 146 högg (+6) (74-72).
2. Berglind Erla Baldursdóttir, GM 150 högg (+10) (78-72)
3. Berglind Björnsdóttir, GR 152 högg (152 högg (+12) (74-78)

Úrslit í karlaflokki:

1. Aron Emil Gunnarsson, GOS 130 högg (-10) (66-64).
2. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 133 högg (-7) (71-62)
3. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 136 högg (-4) (71-65)
4. Daníel Ísak Steinarsson, GK 137 högg (-3) (74-63).
5. Jóhannes Guðmundsson, GR 138 högg (-2) (70-68)
6. Kristján Þór Einarsson, GM 139 högg (-1) (68-71)

Fyrir annað sætið fékk Berglind rúmlega 35 þúsund krónur. Kristján Þór fékk tæplega 46 þúsund krónur fyrir 6. sætið. Arnór Daði Rafnsson lék frábærlega á degi tvö eða 66 höggum (-4) og endaði jafn í 8. sæti á 2 höggum yfir pari samtals. Fyrir það fær hann um 19 þúsund krónur.