Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Berglind önnur í Þýskalandi

24.05.2024
Berglind önnur í Þýskalandi

Berglind Erla Baldursdóttir, afrekskylfingur úr GM endaði í öðru sæti eftir flotta spilamennsku á Berlin Juniors International mótinu sem er hluti af Global Junior mótaröðinni.

Mótið fór fram á Faldo vellinum á Golfclub Bad Saarow í Þýskalandi og leiknir voru þrír hringir. Berglind lék hringina á 75-72-73 höggum eða 4 höggum yfir pari samtals, einu höggi á eftir heimakylfingnum Charlotte Goersch sem sigraði með einu höggi. Alls léku 4 stúlkur frá Íslandi í mótinu, þar á meðal Dagbjört Erla, systir Berglindar en hún endaði jöfn í 14. sæti alls.

Við óskum Berglindi innilega til hamingju með flottan árangur og góðs gengis í sumar!

Hér má sjá lokastöðuna.