12.08.2024
Hvaleyrarbikarinn fór fram um helgina og fengu keppendur blíðskapaveður á þremur keppnishringjum.
Tómas Eiríksson Hjaltested, GR og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG stóðu uppi sem sigurvegarar. Berglind Erla Baldursdóttir og Eva Kristinsdóttir léku frábært golf og voru í mikilli baráttu um sigurinn þar til á lokaholunum en enduðu jafnar í 2. sæti. Berglind lék hringina á 74-76-80 og Eva á 70-80-80 og enduðu þær samtals á 14 höggum yfir pari. Pamela Ósk Hjaltadóttir endaði jöfn í 6. sæti á 20 höggum yfir pari (80-75-81). Heiða Rakel Rafnsdóttir var jöfn í 10. sæti á 25 yfir pari (78-80-83).
Í karlaflokki var Kristján Þór Einarsson efstur GM-inga en hann endaði í 8. sæti á parinu (71-72-73).
Hvaleyrarbikarinn var lokamótið á stigamótaröðinni og voru stigameistarar því einnig krýndir í lok móts og voru það Hulda Clara og Aron Snær sem einnig urðu Íslandsmeistarar í höggleik sem tóku stigameistaratitilinn. Eva Kristinsdóttir endaði í 2. sæti á stigalista kvenna, Pamela endaði í 5. sæti og Berglind í 6. sæti listans. Karlamegin var Kristján Þór efstur GM-inga í 5. sæti.
Við óskum okkar kylfingum til hamingju með frábæran árangur í sumar og góðu gengi inn í haustið!