Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Auður sigraði á Sauðárkróki

02.09.2024
Auður sigraði á Sauðárkróki

Auður Bergrún Snorradóttir sigraði á FISK unglingamótinu á Sauðárkróki um helgina.

Hvasst var í veðri og voru skorin í drengjaflokki þurrkuð út á fyrsta degi. Í stúlknaflokki sigraði Auður en hún lék hringina á 238 höggum. Jöfn í þriðja sæti var tvíburasystir Auðar, Birna Rut Snorradóttir en hún lék á 246 höggum.


Frá vinstri Birna Rut Snorradóttir Lilja Maren Jónsdóttir Auður Bergrún Snorradóttir og Bryndís Eva Ágústsdóttir

Í drengjaflokki sigraði Arnar Daði Svavarsson úr GKG en hann lék á 147 höggum. Í öðru sæti var GM-ingurinn Kristján Karl Guðjónsson en hann var á 149 höggum.


Frá vinstri Skúli Gunnar Ágústsson Arnar Daði Svavarsson Kristján Karl Guðjónsson

Við óskum okkar afrekskylfingum innilega til hamingju með árangurinn og góðs gengis í lokamótinu á unglingamótaröðinni sem fer fram næstu helgi í Korpunni.