Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Auður best í Sandgerði

28.05.2024
Auður best í Sandgerði

Auður Bergrún Snorradóttir núverandi klúbbmeistari GM sigraði á fyrsta unglingamótinu um helgina sem fór fram í Sandgerði í miklu roki.

Keppt er í 15-16 ára og 17-18 ára aldursflokkum en einnig er heildarkeppni 15-18 ára sem gildir á heimslista áhugamanna.

Aðstæður voru svo erfiðar að fyrsta umferð var felld niður og voru því leiknar 18 holur á laugardag og 18 holur á sunnudag. Í stúlknaflokki átti GM kylfinga í öllum þremur verðlaunasætum en jöfn keppni var þangað til á síðustu holunni þar sem Auður hafði betur. Hún lék á 70 höggum eða -2 í miklu roki og krefjandi aðstæðum á sunnudeginum.

Lokaniðurstaðan í heildarkeppninni 15-18 ára stúlkur:

1. Auður Bergrún Snorradóttir, GM 154 högg (+10) (84-70)
2. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM 156 högg (+12) (80-76)
3.-4. Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG 158 högg (+14) (82-76)
3.-4. Eva Kristinsdóttir, GM 158 högg (+14) (80-78)

Pamela leikur í flokki 15-16 ára og var í fyrsta sæti í sínum flokk á +12.

Hjalti Kristján Hjaltason endaði í 2. sæti í sínum aldursflokki og 5. sæti í heildarkeppninni 15-18 pilta en hann lék hringina tvo á 76-75 höggum eða 7 höggum yfir pari samtals.

Breytt fyrirkomulag er nú á unglingamótaröðinni en einungis er leikið í flokkum á aldrinum 15-18 ára sem er tilbreyting frá árum áður. GM átti næst flesta keppendur í mótinu eða 15.