Mosfellsbær, Ísland

Alþjóðlegt unglingamót á Hlíðavelli næsta sumar

06.12.2021
Alþjóðlegt unglingamót á Hlíðavelli næsta sumar

Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun á næsta ári halda glæsilegt þriggja daga unglingamót í lok júní næsta sumars. Mótið sem heitir Icelandic Junior Midnight Challenge er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni. Þetta er sterk alþjóðleg mótaröð og hafa fjölmargir íslenskir kylfingar tekið þátt í mótum á mótaröðinni undanfarin ár. Mótið er fyrir krakka/unglinga 21 árs og yngri sem uppfylla þau forgjafaskilyrði sem sett eru.

Við vonumst til þess að festa þetta mót í sessi hjá okkur og að hingað komi fjölmargir efnilegir kylfingar annars staðar að og etja kappi við okkar bestu íslensku kylfinga.

Smellið hér til að nálgast upplýsingar um Global Junior Golf mótaröðina sem og okkar mót!

Mótið fer fram dagana 26 -29 júní sem er sunnudagur ( æfingahringur) til miðvikudags og verður lokadagurinn spilaður að kvöldi til og vonandi fá við bjart og fallegt veður þegar móti lýkur um miðnætti.

Hlökkum við mikið til að taka þátt í þessari mótaröð og verður hún nánar auglýst í byrjun næsta ár.