Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar fyrir starfsárið 2020

20.11.2020
Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar fyrir starfsárið 2020

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar var haldinn í gær, fimmtudaginn 19. nóvember. Fundurinn var fremur óhefðbundinn sökum aðstæðna og fór hann fram í gegnum fjarfundabúnað. Fundarhald tókst virkilega vel og það voru rétt um 55 GM félagar sem sátu fundinn og þökkum við þeim kærlega fyrir þátttkökuna.

Kári Tryggvason formaður fór yfir skýrslu stjórnar, en hana má sjá með því að smella á tengilin hér fyrir neðan:

Skýrsla stjórnar 2020.pdf

Þar næst fór Auður Ósk Þórisdóttir gjaldkeri klúbbsins yfir ársreikninginn. Það var talsverður viðsnúningur í rekstri klúbbsins og fór Auður vel yfir allan reikninginn.

Golfklúbburinn hætti rekstri veitingastaðarins í byrjun þessa rekstrarárs og því er talsverður munur á tölum á milli ára. Heildartekjur ársins námu tæpum 237 milljónum króna, samanborið við tæpar 341 milljón í fyrra. Heildargjöld rekstrarársins fyrir fjármagnsliði voru 192 milljónir króna í ár, samanborið við 387 milljónir krónar í fyrra.

Afkoma ársins eftir fjármagnsgjöld var jákvæð um rétt rúmar 16 milljónir, samanborið við tap upp á rúmlega 81 milljón í fyrra. Þetta er því viðsnúningur upp á rúmar 97 milljónir króna á milli ára.

Ársreikninginn má sjá í tenglinum hér fyrir neðan:

Ársreikningur 2020

Það hefur orðið talsverð fjölgun í klúbbnum og telur hann nú rúmlega 1700 meðlimi, þar af eru 300 krakkar 18 ára og yngri.

Stjórn GM helst óbreytt þar sem allir sitjandi stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu. Ný lög voru samþykkt á aðalfundi gærdagsins varðandi stjórnarsetu og eru núna ávallt stjórnarmenn, aðrir en formaður ávallt í framboði til tveggja ára í senn.

Stjórn klúbbsins skipa:

Kári Tryggvason - formaður.

Kosin til tveggja ára:

Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Steinþór Pálsson

Auður Ósk Þórisdóttir

Kosin til eins árs:

Írunn Ketilsdóttir

Siggeir Kolbeinsson

Guðjón Karl Þórisson.

Meðstjórnendur, kosnir til eins árs:

Nína Björk Geirsdóttir

Einar Már Hjartarson

Ásbjörn Björgvinsson

Margrét Óskarsdóttir


Tilllaga stjórnar um gjaldskrá félagsgjalda fyrir næsta ár var samþykkt.

Smellið hér til þess að sjá verðskrána fyrir 2021


Það er mikið framundan hjá okkur í GM og voru fyrirhugaðir framkvæmdir kynntar í gær og þær má sjá í skýrslu stjórnar. Það er mikill metnaður hjá okkur í GM og viljum við halda áfram því góða starfi sem hér hefur ávallt verið unnið og lítum við björtum augum til framtíðar. Með nýju inniaðstöðunni okkar í Klett breytist okkar starf mikið og getum við nú boðið okkar félögum upp á það að geta spilað golf allt árið.

Stjórn og starfsmenn Golfklúbbs Mosfellsbæjar þakkar félagsmönnum fyrir gott starfsár og við hlökkum til að sjá ykkur flest í okkar glæsilegu inniaðstöðu þegar við fáum leyfi til þess að opna hana.