Mosfellsbær, Ísland

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar

07.12.2021
Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar

Ágætu GM félagar.

Við minnum á aðalfund GM sem fram fer næstkomandi fimmtudag, 9. desember kl. 20:00 í íþróttamiðstöðinni Klett.

Fundurinn verður í salnum okkar á neðri hæðinni.

Nú er það ljóst að þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru verður ekki breytt og því mega ekki fleiri en 50 koma saman. Við ætlum því líkt og í fyrra að vera með fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Þið ykkar sem hafið áhuga á því að sitja aðalfundinn eruð vinsamlegast beðin um að láta okkur vita á golfmos@golfmos.is. Það mega 50 koma saman og því geta þau sem hafa áhuga á því að mæta að sjálfsögðu mætt, en við stoppum að sjálfsögðu í 50. Þau ykkar sem komist ekki að í Kletti og hafið áhuga á því að vera með fáið sent fundarboð í tölvupósti.

Skýrsla stjórnar og ársreikningurinn verða birt hér á heimasíðunni okkar á morgun miðvikudag.

Hlökkum til að sjá ykkur flest!