Mosfellsbær, Ísland

ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA - 4 SVEITIR Í VERÐLAUNASÆTI

20.08.2018
ÍSLANDSMÓT GOLFKLÚBBA - 4 SVEITIR Í VERÐLAUNASÆTI

GM átti fulltrúa á Íslandsmótum golfklúbba víðsvegar um landið um helgina.

Flokkar 18 ára og yngri drengja, 18 ára og yngri stúlkna og 15 ára og yngri telpna léku í Vestmanneyjum. GM átti fulltrúa í öllum flokkum en tvær sveitir voru í 15 ára og yngri stúlkna.

Sveitir 18 ára og yngri drengja og 15 ára og yngri stúlkna (A) léku úrslitaleiki við GR. Báðir leikirnir voru æsispennandi og enduðu með silfurmedalíum hjá okkar fólki. Sveit 18 ára og yngri stúlkna hafnaði í 3. sæti.
Til gamans má nefna að GM var með flestar stelpur á mótinu!

Sveit 15 ára og yngri drengja lék á Flúðum og höfnuðu í 4. sæti.

Íslandsmót golfklúbba 50 ára og eldri kvenna í 2. deild fór fram á Akureyri. Sveit GM lék úrslitaleik og hafnaði í öðru sæti og komst þar með upp í 1. deild.

50 ára og eldri karlar kepptu í 1. deild í Grindavík og féllu niður í 2. deild en snúa að sjálfsögðu tvíefldir til leiks að ári.

Frábær árangur hjá GM um helgina og óskum við kylfingunum til hamingju!