Mosfellsbær, Ísland
Laugardagur 6°C - 3 m/s

Staðarreglur Hlíðavallar

Staðarreglur á Hlíðavelli

Gilda frá 27. júlí 2017


Vallarmörk

Vallarmörk eru girðingar, hvítir hælar og trjádrumbar þar sem þeir eru til staðar. Að öðru leyti eru vallarmörk innri mörk malbikaðs göngustígs sem liggur með sjónum fram hjá vellinum (malbikaður stígur meðfram 11. braut og að hluta 16. braut er innan vallar og óhreyfanleg hindrun).

Við 10. braut eru vallarmörk handan lækjarfarvegarins sem liggur vinstra megin með brautinni og eru hvítir hælar þeim megin til merkis um vallarmörkin. Mörkin sjálf eru hlaðinn steinveggur þeim megin lækjarfar- vegarins. Vallarmörkum lýkur þar sem merkt vatnstorfæra tekur við.

Vatnstorfærur

Mörk vatnstorfæranna á 1., 2., 8., 10. og 18. brautum afmarkast af ná úrulegum mörkum þeirra en ekki hæl- unum, hvort sem vatn er í þeim eða ekki, og segja hælar l um eðli þeirra. Aðrar vatnstorfærur sem merktar eru markast af hælum og strikum á jörðinni. Hlaðinn steinveggur innan torfærunnar á 10. og 18. braut er innan torfærunnar. Tjarnir við 6. braut eru vatnstorfærur.

Hindranir og hluti vallar

Bönd og staurar/hælar sem notaðir eru á vellinum til að stýra umferð eru óhreyfanlegar hindranir, sem og jarðfastar steinar á snöggslegnu svæði og fjarlægðamerkingar/hælar. Leikmaður skal taka lausn í samræmi við reglu 24-2b. Steinar í glompum eru hreyfanlegar hindranir og tekur leikmaður lausn í samræmi við reglu 24-1

Allt gervigras á vellinum sem se hefur verið t.d. á göngu- og akstursleiðir eru hlu vallar. Stöðvist bol leik- manns á gervigrasinu skal honum leikið þaðan. Allar vetrar flatir (snöggslegnar eins og flatir) eru rangar flatir og bannað er að slá af þeim. Leikmaður skal taka lausn í samræmi við reglu 25-3. Vetrar flöt á 5. braut er slegin sem braut og skal því leika af henni án lausnar.

Hreiður fugla / ónæði af kríum

Hreiður fugla á leið þar sem fuglar liggja enn á eggjum eða eru með unga eru grund í aðgerð og nær grundin þrjár kylfulengdir út fyrir hreiðrið eða hreiðurstæðið.

Lendi bolti leikmanns nærri því svæði sem kríur eru með hreiður má leikmaður láta annan leikmann halda kylfu eða regnhlíf fyrir ofan sig til verndar gegn kríunum (en ekki vindi eða regni) á meðan hann leikur. Leikmenn skulu gæta þess í þessum tilfellum að trufla kríurnar sem minnst.

Fjarlægðarmælar og símar

Við leik á Hlíðavelli má leikmaður afla sér upplýsinga um fjarlægð með því að nota fjarlægðarmæli. Ef, á meðan fyrirskipuð umferð er leikin, leikmaður notar fjarlægðarmæli til að mæla eða meta aðrar aðstæður sem gætu haft áhrif á leik hans (s.s. hæðarmun, vindhraða, o.s.frv.) er leikmaðurinn brotlegur við reglu 14-3.

Símar skulu vera alveg hljóðlausir og notkun einungis heimil vegna fjarlægðarmælinga. Notkun vegna neyðar- tilfella eða til að hafa samband við dómara skulu vera með samþykki meðspilara og samkvæmt siðareglum.

Bolti hreyfist fyrir slysni á flöt

Reglum 18-2, 18-3 og 20-1 er breytt sem hér segir:

Þegar bolti leikmanns liggur á flöt er það vítalaust ef boltinn eða boltamerkið er hreyft af slysni af leikmanni, samherja hans, mótherja, kylfubera annars þeirra eða útbúnaði. Boltanum eða boltamerkið verður að leggja aftur eins og tilgreint er í reglum 18-2, 18-3 og 20-1. Þessi staðarregla á aðeins við þegar bolti eða boltamerki leikmanns liggur á flötinni og hreyfing verður af slysni.

Athugið: Ef úrskurðað er að bolti leikmanns á flötinni hafi hreyfst vegna vinds, vatns eða annarra náttúrulegra orsaka, s.s. þyngdarafls, skal leika boltanum þar sem hann stöðvast. Hreyfst boltamerki af þessum orsökum skal hins vegar leggja það aftur á fyrri stað.

Tímabundnar viðbótarstaðarreglur

Hreyfingar á snöggslegnu svæði

Lyft a má bolta á snöggslegnu svæði á 4., 8. og 13. braut, hreinsa hann og leggja aftur innan einnar kylfulengdar, þó ekki nær holu. Hafi bolti verið færður skv. reglu þessari má ekki færa hann aftur áður en honum er leikið. Engar færslur á flötum eru heimilar.

Grund í aðgerð

Á milli hluta 13. og 14. brautar er grund í aðgerð. Leikmaður getur tekið lausn án ví s með því að láta bolta falla á fallreitum. Velja skal þann fallreit sem næstur er endanlegri staðsetningu bolta í bláu svæði. Um mögulegt umrót utan merkt svæðis gildir regla 25-1.

Fallreitir

Á eftirfarandi stöðum á vellinum hefur verið komið upp fallreitum vegna eftirfarandi svæða. Leikmaður sem hyggst taka lausn skal nýta þá fallreiti vilji hann fá lausn án vítis. Að öðrum kosti skal leika bolta þar sem hann liggur.

Fallreitur er fyrir malarveg fyrir aftan 11. flöt. ( handan vegar—sjá merki )
Fallreitur er fyrir malargryfju við 13. braut.
Fallreitur er fyrir malargryfju og framkvæmdir fyrir framan 14. teig og við hlið brautar. Fallreitur er fyrir vegna reiðvegs og annarra óhreyfanlegra hindranna bak við 15. flöt. Fallreitur er fyrir framkvæmdasvæði hægra megin við 18. braut (flatar megin við torfæru).

Einnig hefur verið settur fallreitur fyrir vatnstorfærunni á 18. braut ( teigmegin ) við torfæru og leikmaður má láta bolta sinn falla á fallreit sem þar hefur verið settur upp, í stað þess að taka lausn skv. reglu 26, gegn einu höggi í víti.


Víti fyrir brot á staðarreglu (annarrar en reglu 14-3.):
2 högg í höggleik og holutap í holukeppni
Sérhver leikmaður skal laga öll kylfuför og öll boltaför jafnt á flötum, teigum sem á leið.