Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Í TÚNINU HEIMA HJÁ GM

25.08.2017
Í TÚNINU HEIMA HJÁ GM

Í túninu heima hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar

Það verður sannarlega gaman á bæjarhátíð Mosfellinga – Í túninu heima – eins og alltaf. GM ætlar að sjálfsögðu að taka þátt í gleðinni. Þessa helgi ætlum við nefnilega að bjóða Mosfellingum í golf hjá okkur.

Í fyrsta lagi geta Mosfellingar sem leika golf og eru ekki skráðir í GM komið og spilað frítt á völlunum okkar. Laugardaginn 26. ágúst geta þeir komið og leikið frítt í Bakkakoti og sunnudaginn 27. ágúst frítt á Hlíðavelli. Bóka þarf rástíma á golf.is eða í afgreiðslum GM og er nauðsynlegt að viðkomandi hafi þekkingu og getu til að leika á völlunum og fari eftir öllum þeim reglum sem þar gilda. Viðkomandi þarf að vera skráður á kennitölu og framvísa þarf staðfestingu á búsetu í Mosfellsbæ.

Hefur þig langað að byrja í golfi en ekki fundið leiðina? Föstudaginn 25. ágúst verður opinn kynningartími fyrir nýja kylfinga í Mosfellsbæ að koma og kynnast golfíþróttinni og læra helstu tökin. Viktor Viktorsson golfkennari verður á staðnum milli 18 og 19 á æfingasvæðinu við gamla skálann á Hlíðavelli. Gott er að koma með kylfur en einhverjar kylfur verða á staðnum fyrir þá sem það vilja. Frítt er í tímann.

Sunnudaginn 27. ágúst verður síðan loka grillhlaðborðið hjá þeim á Blik Bistro & Grill í Kletti – nýrri Íþróttamiðstöð GM við Hlíðavöll. Í tilefni af bæjarhátíðinni ætlar Blik Bistro að bæta við nautakjöti á hlaðborðið ásamt hinu hefðbundna, lambi og kjúklingi. Ljúffengt meðlæti og sósur ásamt dýrindis eftiréttum fyrir einungis 3.900 kr. Börn yngri en 12 ára borða frítt í fylgd með fullorðnum.