Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

ÚRSLIT ÚR PIPAR\TBWA OPEN

07.08.2017
ÚRSLIT ÚR PIPAR\TBWA OPEN

Þá er lokið afar fjölmennu og skemmtilegu Pipar\TBWA Open sem fram fór á Hlíðavelli í dag. Alls tóku þátt í dag 208 kylfingar í fallegu veðri.

Það var frábært skor sem þurfti til að sigra í dag en það voru þeir félagar Allan og Jón Vilhelm úr Leyni sem áttu sannkallaðan draumahring. Þeir voru á 68 höggum með 14 högg í forgjöf og því nettó 54 högg.

Annars var afar jafnt á öllum verðlaunasætum og þurfti skrifstofubráðabana til að úrskurða um öll verðlaunasæti utan við efsta sætið.

Úrslit:

  1. sæti Allan Freyr Vilhjálmsson og Jón Vilhelm Ákason 54 högg
  2. sæti Stefán Þór Stefánsson og Víðir Stefánsson 60 högg ( 28 m. fgj. seinni 9 )
  3. sæti Garðar Ingi Leifsson og Örn Rúnar Magnússon 60 högg ( 30 m. fgj. seinni 9 )
  4. sæti Sigurbjörn H. Gestsson og Árni Brynjólfsson 60 högg ( 31 m. fgj. seinni 9 )
  5. sæti Sigurður Helgi Hlöðversson og Valgeir Magnússon 61 högg ( 27 m. fgj. seinni 9 )
  6. sæti Bergur Tareq Tamimi Einarsson og Kristján Gabríel Kristjánsson 61 högg ( 31 m. fgj. seinni 9 )

Einnig voru í boði 6 nándarverðlaun. Þau voru sem hér segir:

  • Næst staurnum á 1. braut: Bragi Dór Hafþórsson, 6,61 m
  • Næst holu á 3. braut: Eiríkur ( óljóst hvor Eiríkurinn í mótinu þetta var ), 0,79 m
  • Næst holu á 7. braut: Karl Ómar Karlsson, 1,03 m
  • Næstur holu í öðru höggi á 10. braut: Christian Emil Þorkelsson, 1,46 m
  • Næst holu á 15. braut: Arnþór Jóhannesson, 1,15 m
  • Næst holu á 18. braut: Sigurður Sigurðsson, 1,70 m

Heildarúrslitalisti má finna hérna. Vinningshafar geta nálgast verðlaun sín í afgreiðslunni í Kletti - Íþróttamiðstöð GM, frá hádegi á morgun þriðjudaginn 8. ágúst.

Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir komuna og ennfremur Pipar\TBWA fyrir stuðninginn.