Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

UPPSKERUHÁTÍÐ GM

09.10.2017
UPPSKERUHÁTÍÐ GM

Uppskeruhátíð GM fór fram laugardagskvöldið 30. september síðastliðinn. Yfir 100 félagsmenn mættu á þennan glæsilega viðburð og stemmingin var frábær. Veitt voru margvísleg verðlaun og viðurkenningar ásamt því að Eiríkur Hafdal og DJ Fox héldu uppi stuðinu.

Veittar voru eftirfarandi viðurkenningar:

66° Norður stigalistinn - konur

1. sæti – Hekla Ingunn Daðadóttir
2. sæti – Edda Herbertsdóttir
3. sæti – Þórdís Jóna Rúnarsdóttir
4. sæti – Camilla Margareta Tvingmark
5. sæti – Karólína Margrét Jónsdóttir

66° Norður stigalistinn - karlar

1. sæti – Andri Már Guðmundsson
2. sæti – Jóhann B. Hjörleifsson
3. sæti – Sigurvin Einarsson
4. sæti – Sverrir Haraldsson
5. sæti – Einar Már Hjartarson

Víking deildin

A – úrslit

1. sæti – ML group
2. sæti – Klemmurnar
3. sæti – Fálkarnir

B – úrslit

1. sæti – Greifarnir
2. sæti – Stullurnar
3. sæti - Háfurinn

Titleist holukeppnin

Kvennaflokkur – Hekla Ingunn Daðadóttir
Karlaflokkur – Ólafur Örn Jónsson

Vallarmeistari GM

Eyþór Ágúst Kristjánsson

Framfarabikarinn

Handhafi framfarabikarsins þetta árið lækkaði forgjöfina sína úr 54 í rúmlega 20. Glæsilegur og árangur og ljóst að það eru ekki margir sem leika þetta eftir. Handhafi framfarabikarsins árið 2017 er Þórir Sæmundsson

Högg ársins

Eins og alltaf þá eru mörg glæsileg golfhögg slegin af félagsmönnum GM á hverju ári. Þetta árið var engin breyting þar á. Eitt högg stóð þó upp úr og var fjöldinn allur af félagsmönnum viðstaddur þegar það átti sér stað. Hátt í 20 m pútt fyrir klúbbmeistaratitli á 18. braut á 72 holu í Meistaramóti. Högg ársins: Kristján Þór Einarsson

Afrek ársins

Bygging íþróttamiðstöðvar GM og aðkoma sjálfboðaliða úr GM að verkinu. Stefán Steindórsson formaður bygginganefndar tók við viðurkenningunni fyrir hönd sjálfboðaliða.

Kvennkylfingur ársins

Kylfingur ársins árið 2017 er klúbbmeistari GM í kvennaflokki. Lykilmaður í sveit GM í Íslandsmóti golfklúbba og okkar sterkasti kvennkylfingur undanfarin ár. Kylfingur ársins hjá GM árið 2017 er Heiða Guðnadóttir

Karlkylfingur ársins

Karlkylfingur ársins árið 2017 er að vinna þennan titil í fyrsta skipti. Það eru fáir sem leggja jafn mikið á sig á æfingasvæðinu og þessi kylfingur. Hann lék afar vel í sumar, háði eftirminnilegt einvígið við Kristján Þór í Meistaramóti GM. Var taplaus í Íslandsmóti golfklúbba þar sem GM hafnaði í 3. Sæti. Leikur í háskólagolfinu í Bandaríkjunum þennan vetur þar sem hann hefur farið vel af stað. Kylfingur ársins hjá GM árið 2017 er Björn Óskar Guðjónsson

Félagsmaður ársins

Félagsmaður ársins hefur verið afar virkur félagsmaður í GM undanfarin ár. Hann hefur alltaf verið boðin og búin til þess að vera klúbbnum til aðstoðar í öllum þeim verkefnum sem óskað er eftir. Hann er iðulega með myndavélina á lofti ásamt því að sjá til þess að allt fari eftir lögum og reglum. Félagsmaður ársins hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar árið 2017 er Sigurður Geirsson