Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

LITIÐ AFTUR Í TÍMANN - BÆNDAGLÍMAN

31.12.2017
LITIÐ AFTUR Í TÍMANN - BÆNDAGLÍMAN


Að þessu sinni fór Bændaglíma GM fram laugardaginn 24. september. Þrátt fyrir allt annað en kjörnar veðuraðstæður var fullt í mótið og voru það alls 102 félagsmenn sem mættu til leiks.

Bændur að þessu sinni voru Bjarnþór Erlendsson (Baddi) sem fór fyrir bláa liðinu að þessu sinni og Davíð Baldur Sigurðsson (Daddi) sem fór fyrir rauðum. Tvö lið áttust að, undir sitthvorum bóndanum. Raðað var upp eftir forgjöf í keppninni og léku kylfingar með álíka forgjöf holukeppni án forgjafar.

Í hverjum leik var hægt að fá mest 3 stig. Fyrst var leikin holukeppni á fyrri níu og sá sem vann hana fékk eitt stig fyrir það. Á seinni níu var leikinn annar leikur og var þá einnig stig í boði þar. En eins og glöggir lesednur gætu tekið eftir, þá eru þetta eðins tvö stig en ekki þrjú. Þriðja stigið fæst aðeins ef sami aðilinn vinnur báða leikina og er það kallað bónusstig. Bændurnir tveir stóðu sig snilldarlega og var mikið grín þeirra á milli.

Þeir Baddi og Daddi fengu svo að velja saman kylfinga í fjóra leiki af þeim sem höfðu skráð sig og hvernig svo sem það gerðist náði Baddi að velja konu Dadda í sitt lið og vakti það mikla kátínu. Leikar enduðu á þann veg að rauða liðið undir stjórn Davíðs Baldurs fór með sigur af hólmi og var því ansi mikil gleði og glans hjá rauðum að leik loknum.

Gaman verður að sjá hvernig næsta glíma kemur út og má búast við harðri samkeppni að vana.