Mosfellsbær, Ísland
Laugardagur 6°C - 3 m/s

ÍSLANDSMEISTARAFÖGNUÐUR Í KLETTI

22.08.2017
ÍSLANDSMEISTARAFÖGNUÐUR Í KLETTI

Síðastliðna helgi fór fram Íslandsmót golfklúbba í flokki unglinga og öldunga. Okkar lið stóðu sig afar vel og eignuðumst við Íslandsmeistara í flokki 18 ára og yngri á Hellu og í flokki eldri kylfinga karla í Öndverðarnesi. Aðrar sveitir GM stóðu sig einnig með stakri prýði.

Við ætlum að gefa félagsmönnum GM tækifæri til þess að fagna góðum árangri okkar í Íslandsmóti golfklúbba ásamt nýkrýndum Íslandsmeisturum. Fögnuðurinn hefst klukkan 20:30 í Klett og verður boðið upp á kaffi og köku.

Allir félagsmenn velkomnir