Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

AÐVÖRUNARKERFI VEGNA MÆTINGU Í RÁSTÍMA VIRKJAÐ

18.09.2017
AÐVÖRUNARKERFI VEGNA MÆTINGU Í RÁSTÍMA VIRKJAÐ

Nú hefur aðvörunarkerfi vegna rástíma verið virkjað fyrir rástíma á vallarsvæðum GM. Þetta þýðir að nú þurfa félagsmenn og gestir að passa að mæta fyrir skráðan rástíma og staðfesta mætingu sína.

Kerfi þetta miðar að þvi að bæta nýtingu í rástíma og fækka tilfellum þar sem ekki er mætt í skráðan rástíma. Eftirfarandi reglur gilda um skráningu í rástíma:

  • Mæta skal að minnsta kosti 10 mín fyrir skráðan tíma
  • Óheimilt er að hefja leik fyrir eða eftir skráðan tíma nema með leyfi
  • Félagsmenn skulu skrá sig með félagsskírteinum rafrænt
  • Gestum utan félags ber alltaf að staðfesta mætingu í afgreiðslu
  • Allir gestir verða að hafa kvittun meðferðis og geta framvísað henni
  • Tímamörk afskráningar á golf.is er nú 2 klukkustundir
  • Starfsmönnum er óheimilt að taka við afskráningu innan við 30 mín frá tíma
  • Ekki er heimilt að skrá rástíma upp á von og óvon

Mikilvægt er að félagsmenn og gestir nálgist rástímaskráningar með ábyrgum hætti. Ekki er leyfilegt að bóka rástíma nema ljóst sé að viðkomandi geti nýtt þann rástíma. Vissulega geta komið upp óvænt tilfelli og eru félagsmenn og gestir beðnir að láta vita og afskrá sig um leið og liggur fyrir að tími sé ekki nýttur.

Allir félagar eiga að hafa félagsskírteini með sér og nota það til að skrá sig. Á það bæði við um báða vellina. Nú er búið að seta skanna út í rúðu á Hlíðavelli til að hægt sé að skanna sig utan opnunartíma. Í Bakkakoti er alltaf opið inn í andyri. Hægt er að fá nýtt félagsskírteini í Kletti gegn greiðslu 1.000 kr. gjaldi per kort.

Rétt er að taka fram að það er með öllu óheimilt að skrá annan einstakling á rástíma en þann sem hyggst leika eða leikur völlinn. Borið hefur á því að félagsmenn hafa tekið frá rástíma með því að skrá aðila á rástíma sem ekki hyggjast spila. Komi slíkt upp verður lokað fyrir frekari rástímaskráningar viðkomandi og farið yfir málið.

Varðandi skráningu í rástíma þá verða sendar út alls 3 viðvaranir ef mæting í skráðan tíma er ekki staðfest. Eftir það verður lokað fyrir rástímaskráningar viðkomandi og þarf hann að hafa samband við skrifstofu til að láta opna fyrir þær aftur.

Kerfi verður stillt af núna í haust og verður svo komið til að vera næsta vor. Það mun efalaust taka einhvern tíma að ná fullkomlega utan um það en við treystum því að félagsmenn sýni því skilning og aðstoði við að koma kerfinu í fulla virkni.

Það er von okkar að þetta leiði til þess að skráning í rástíma verði markvissar og með því batni nýting þeirra einnig.