Mosfellsbær, Ísland
Föstudagur 3°C - 2 m/s

NÝLIÐAKENNSLA 2016

Það er mikilvægt að fá leiðsögn þegar maður er að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Í sumar munum við bjóða upp á námskeið fyrir alla nýliða klúbbsins. Námskeiðin verða í höndum golfkennara GM og verða dagsetningar nánar kynntar á næstu dögum.

Með öllum nýskráningum í Golfklúbb Mosfellsbæjar sumarið 2017 býðst nýliðum í golfi frítt nýliðanámskeið að verðmæti 15.000 kr. Það er því gott að byrja í golfi hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Nýliðanámskeið felur í sér eftirfarandi

  • 3 kennslutímar hjá golfkennara (8 kylfingar í hóp)
  • Reglu og upplýsingakvöld
  • Aðstoð við að fá skráða forgjöf
  • Kynning á golf.is - skráning á golfmót og almennar reglur

Nánari upplýsingar og skráning verður kynnt þegar nær dregur sumri.