Mosfellsbær, Ísland
Laugardagur 6°C - 3 m/s

GM mótaröðin

Mótaröð fyrir alla félagsmenn

GM mótaröðin er innanfélagsmótaröð félagsmanna. Mótin eru leikin á báðum vallarsvæðum og er ætlað að sameina alla félagsmenn í einni mótaröð. Keppnisfyrirkomulag á GM mótaröðinni er punktakeppni með forgjöf og er hæst gefin 36 í forgjöf hjá konum og 32 hjá körlum. Alls eru leikin 8 mót á GM mótaröðinni á hverju sumri.

Verðlaun í hverju móti

Í hverju móti eru veitt 4 vegleg nándarverðlaun og að minnsta kosti ein verðlaun fyrir flesta punkta. Öll mótin í GM mótaröðinni gilda síðan á stigalista félagsmanna, 66° listann. Það er því til mikils að vinna á og um að gera að vera með.

GM mótaröðin 2017

Mót á GM mótaröðinni 2017:

  1. Hlíðavöllur 31. maí
  2. Bakkakot 14. júní
  3. Hlíðavöllur 28. júní
  4. Bakkakot 12. júlí
  5. Hlíðavöllur 26. júlí
  6. Hlíðavöllur 9. ágúst
  7. Bakkakot 27. ágúst
  8. Hlíðavöllur 17. september
Eins og áður sagði eru mótin leikin á báðum vallarsvæðum GM og er hvert mót með sérstakan styrktaraðila. Í fyrstu þremur mótunum er ekki hægt að leika á vallarsvæðunum nema með þátttöku í mótum, mótsgjald tekur mið af því og er aðeins 1.000 kr. Á seinni fimm mótunum eru vallarsvæðin opin fyrir leik félagsmanna á sama tíma og því valfrjálst að taka þátt . Mótsgjaldið á seinni 5 mótin er því 2.000 kr. Við bindum miklar vonir við að sem flestir félagsmenn sæki GM mótaröðina sumarið 2017.