Mosfellsbær, Ísland
Föstudagur -3°C - 0 m/s

Holukeppni GM

Meistaramót GM í holukeppni, Titleist holukeppnin, hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum. Sumarið 2016 var keppt í bæði karla og kvennaflokki og hafa aldrei eins margar konur skráð sig til leiks. Undankeppni Titleist holukeppnarinnar stendur yfir í heila viku í maí á hverju sumri. Í undankeppninni er leikin 18 holu punktakeppni með forgjöf. Að undankeppni lokinni er skorið niður og hefst þá hin eiginlega holukeppni.

Það ræðst af þátttakendafjölda hversu margir kylfingar komast áfram í hina eiginlegu holukeppni í karla og kvennaflokki

  • Fleiri en 128 kylfingar - 128 komast áfram í holukeppnina
  • 64-127 kylfingar - 64 komast áfram í holukeppnina
  • 32 - 63 kylfingar - 32 komast áfram í holukeppni
  • 16 - 31 kylfingur - 16 komast áfram í holukeppni
  • 8 - 15 kylfingar - 8 komast áfram í holukeppni
  • Færri en 8 kylfingar - Keppni í flokki fellur niður


Titleist holukeppnin 2017

Undankeppni Titleist holukeppnarinnar 2017 fer fram dagana 6. - 13. maí. Í undankeppninni er leikinn 18 holu punktakeppni með forgjöf. Greiða verður fyrir hringinn áður en leikur hefst. Við greiðslu er afhent sérstakt skorkort sem síðan er skilað undirrituðu í skorkortakassa. Spila má eins marga hringi og menn og konur vilja gegn 2.000 kr greiðslu. Gildir þá besti hringur leikmanns sem ákvarðar hverjir komast áfram í holukeppninni.

Holukeppnin hefst síðan í framhaldi en hún er leikin með 3/4 af mismun forgjafar keppenda.